Ævar Már Ágústsson, leiðsögumaður hjá Your Day Tours hefur birt tvö myndbönd á Facebook-síðu fyrirtækisins, þar sem hann lýsir hefðbundnum degi hjá íslenskum leiðsögumanni á kostulegan hátt.
Yfir 26 þúsund áhorf eru komin á fyrra myndbandið sem birt var 21. október, seinna myndbandið var birt á laugardaginn. Fjölmargir notendur hafa skilið eftir skilaboð þar sem Ævari er hrósað í hástert fyrir sín störf sem leiðsögumaður.
Ævar er frá Njarðvík, tók þátt í keppni um fyndnasta mann Íslands árið 2012 oghefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Webcam og Snjór og Salóme.