fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

40 frábærir Hrekkjavökuréttir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 13:30

Fjölbreyttar uppskriftir fyrir teitið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavakan er á morgun. Ef þig vantar innblástur fyrir Hrekkjavökuteiti þá höfum við grafið upp fjörutíu rétti sem eiga eftir að slá í gegn. Ef smellt er á fyrirsögn við hvern rétt fer sá hinn sami rakleiðis inn á uppskrift að réttinum.

Hryllilegur kjöthleifur

Hvernig væri að búa til frekar óhugnalegar fætur úr hakki? Punkturinn yfir i-ið er klárlega lauktáneglurnar.

Partípúns

Þessi partípúns er ekki bara einfaldur heldur líka mjög hressandi. Þessi drykkur á vafalítið eftir að láta fólk tala í Hrekkjavökuteitinu.

Draugapítsur slá í gegn

Hér er á ferð frábær hugmynd sem krakkanir geta tekið þátt í að útbúa. Ótrúlega skemmtileg nálgun á Hrekkjavökumat.

Múmíuostur

Það er hægt að kaupa allt tilbúið í þennan rétt og einfaldlega skella honum saman með lítilli fyrirhöfn. Ótrúlega flott.

Ljúffengar leðurblökur

Þessi réttur er smá nostur, en alveg þess virði. Sjáiði bara hvað þessar leðurblökur eru krúttlegar!

Tannateiti

Annar einfaldur réttur sem krakkarnir geta búið til. Ótrúlega skemmtileg hugmynd.

Jarðarberjadraugar

Réttirnir verða ekki mikið einfaldari en þessir. Við erum að tala um súkkulaðihúðuð jarðarber sem líta út eins og draugar. Svo er ekkert mál að dunda sér við þetta bara kvöldið fyrir Hrekkjavöku.

Köngulóarvefur úr Oreo-kexi

Þetta snarl tekur enga stund en er afskaplega fallegt á Hrekkjavökuborði.

Eða búið til heila köku

Það er hægt að sömu tækni á heila köku þannig að úr verður risastór köngulóarvefur.

Magnaðar múmíur

Í þessari uppskrift eru notaðir Rice Krispies Treats, sem ekki fæst á Íslandi, en hægt er að nota nánast hvað sem er, súkkulaðihúða það og búa til múmíur.

Bananar virka líka

Einnig er hægt að búa til múmíur úr banönum – aðeins hollari valkostur.

Blóðug ostakaka

Hér er á ferð aðeins flóknari uppskrift, en útkoman er hreint út sagt stórkostleg. Þið þurfið samt að taka ykkur smá tíma í þessa elsku.

Eitruð epli

Þessi hugmynd er algjör snilld og gerir mikið fyrir veisluborðið. Mjallhvít myndi pottþétt falla fyrir þessum.

Á síðustu stundu

Þeir sem eru alveg á síðustu stundu að skipuleggja Hrekkjavökuteitið ættu að kíkja á þessa uppskrift að Oreo-kexi á pinna.

Gervi grasker

Þeir sem nenna ekki að skera út grasker geta einfaldlega keypt sér appelsínugular paprikur og fyllt þær með einhverju gómsætu – til dæmis mexíkóskum mat.

Nutella legsteinar

Einfalt og svínvirkar. Coco Pops, sykurpúðar og Nutella breytast í drungalega legsteina.

Skrímslaskólinn

Enn og aftur snúum við okkur að Oreo-kexi, en nú breytum við þeim í skrímsli á afskaplega einfaldan hátt.

Blóð, blóð, blóð

Bara tvö hráefni og þú ert kominn með fyrirtaks gerviblóð.

Hollir Hrekkjavökufingur

Þið trúið því kannski ekki, en þessi hryllingur er búinn til úr hollum hráefnum. Þetta skítlúkkar!

Snákatungusnarl

Þessar pylsur eru frekar óhugnalegar og minna helst á snákatungur. Mjög einfaldur réttur sem fellur í kramið hjá flestum Íslendingum.

Fingur, einhver?

Svo er hægt að blanda þessu tvennu saman og bjóða einfaldlega uppá fingur í pylsubrauði. Sniðugt!

Nornahattar fyrir teitið

Þessir hattar eru algjört æði og ekkert ofboðslega mikið mál að skella þeim saman. Maður þarf samt að hafa smá tíma til að stússast í þessu.

Sykurpúðaheilar

Þetta segir sig svolítið sjálft. Hver elskar ekki sykurpúða og heila?!

Ælandi grasker

Það er ansi sniðugt að láta graskerið æla kræsingum. Svo er spurning hvort gestirnir hafa lyst á.

Glerbrot og bollakökur

Þessar bollakökur eru dásamlegar alveg hreint og mikil prýði á Hrekkjavökuborði. Smá vesen, en það er bara gaman.

Samloka með augum

Hljómar það ekki vel? Hún allavega smakkast mjög vel!

Grilluð samloka með tvisti

Þessi er tilvalin í teitið, en hér er hefðbundinni grillaðri samloku breytt í flotta könguló. Mjög einfalt og fljótlegt.

Sveppir breytast í augu

Önnur mjög einföld og holl uppskrift að smárétti sem vekur athygli.

Grænmeti verður hryllilegt

Einhverjum finnst grænmeti reyndar vera hryllingur alla jafna. Því þá ekki að setja það í alvöru Hrekkjavökubúning?

Pasta sem hræðir

Þessi réttur er einfaldur og bragðgóður – það má líka bjóða uppá svoleiðis í teitinu.

Girnilegar blökur

Þessar leðurblökur eru einstaklega einfaldar í framkvæmd og renna ljúflega niður.

Brúnkur í vef

Mjög lítil fyrirhöfn en lítur mjög vel út á veisluborðinu.

Svartagaldurs kokteill

Hér er á ferð kokteilauppskrift fyrir fullorðna sem er vís til að bæta stemninguna.

Skuggalegur grafreitur

Ef þið hafið tíma og getið búið til nóg af smáréttum þá mælum við með þessum litlu kirkjugörðum.

Hrekkjavökuskot

Þessir skotdrykkir eru tilvaldir í teitið og hressa, bæta og kæta.

Ógnvekjandi quesadilla

Þetta er nú alls engin fyrirhöfn og bara gaman að útbúa svona ógnvekjandi quesadilla.

Poppdraugar

Þeir sem elska popp ættu að elska þessa litlu, krúttlegu draugar. Þvílíkt lostæti!

Leðurblökukökur

Það þarf auðvitað ekkert að búa til leðurblökur úr þessu deigi heldur er hægt að láta ímyndunaraflið leika lausum hala.

Kokteillinn sem bjargar boðinu

Þessi drykkur er svo fallegur og ógnvekjandi á sama tíma. Takið eftir – aðeins fyrir fullorðna.

Heillandi heili

Hvernig væri að búa til stóra köku sem lítur út eins og heili?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum