Doktor Henry Heimlich, sem þróaði Heimlich-aðferðina árið 1974 og gengur út á að þrýsta á kvið fólks til að opna öndunarveg, beitti aðferðinni í fyrsta og eina sinn til að bjarga mannslífi árið 2016. Heimlich var þá 96 ára en konan sem hann bjargaði 87 ára. Bein stóð fast í hálsi konunnar. Aðferð Heimlich er sögð hafa bjargað yfir 100 þúsund mannslífum og var Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í þeim hópi. Heimlich lést í desember 2016, saddur lífdaga. „Auðvitað framkvæmdi ég Heimlich-aðferðina,“ sagði Heimlich þegar hann lýsti glaðhlakkalegur hvernig hann kom til bjargar. „Hún hefði dáið hefði ég ekki beitt aðferðinni. Biti af mat ásamt beini flaug út um munn hennar.“