fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Drógu borgarlögmann á asnaeyrunum í meira en ár – Fékk aldrei það sem beðið var um

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 29. október 2018 19:03

Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. ágúst árið 2017 bað innkauparáð Reykjavíkurborgar borgarlögmann um að gera álitsgerð um hvort samningar um framkvæmdina við Nauthólsveg 100 hafi verið gerðir í samræmi við þágildandi regluverk um opinber innkaup. Þann 21 ágúst óskaði borgarlögmaður svo formlega eftir gögnum frá SEA, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna framkvæmda á bragganum. SEA afhenti borgarlögmanni möppu með gögnum en þau gögn reyndust ekki uppfylla umrædda beiðni borgarlögmanns. Ólafur I. Halldórsson starfsmaður SEA og Margrét Leifsdóttir arkitekt hjá Arkibúllunni, voru verkefnastjórar verkefnisins.

Ítrekað lofað skilum á gögnum til borgarlögmanns. Tók heilt ár að svara.

Borgarlögmaður sendi ítrekað tölvupósta þar sem beiðni um að SEA afhenti gögn vegna braggamálsins en beiðni embættisins var annað hvort aldrei svarað eða sagt að gögnin væru á leiðinni.

25. september 2017 – Ítrekun send

1. nóvember 2017 – Ítrekun send

1. desember 2017 – Borgarlögmaður fundar með verkefnastjóra SEA, engin gögn afhent

5. desember 2017 – Ítrekun send

13. desember 2017 – Ítrekun send

14. desember 2017 – Borgarlögmaður fundar með verkefnastjóra SEA, engin gögn afhent

28. janúar 2018 – Borgarlögmaður fundar með verkefnastjóra SEA, engin gögn afhent

7. febrúar 2018 – Borgarlögmaður fundar með verkefnisstjórum SEA, engin gögn afhent

21. febrúar 2018 – SEA sendir drög að minnisblaði sem inniheldur ekki umbeðnar upplýsingar

21. febrúar 2018 – Borgarlögmaður óskar eftir því að uppfærð drög myndu berast 1. mars 2018. Engin gögn bárust þann dag frá SEA.

7. mars 2018 – Ítrekun send

24. maí 2018 – Ítrekun send. Sama dag svarar verkefnisstjóri hjá SEA að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst eftir helgina.

14. ágúst 2018 – Ítrekun send. Þeirri ítrekun svaraði verkefnisstjóri hjá SEA þann 16. ágúst 2018 og kvaðst ætla að koma með gögn í næstu viku. Gögnin skiluðu sér ekki vikuna eftir.

3. september 2018 – Verkefnisstjóri SEA sendi borgarlögmanni tölvupóst þar sem hann tilkynnti að gögnin yrðu tilbúin og voru þau send 7. september 2018 til borgarlögmanns.

Engar reglur til um svartíma við beiðnum borgarlögmanns.

Samkvæmt fyrirspurn DV um hvort einhverjar reglur gilda um svartíma sviða innan Reykjavíkurborgar til borgarlögmanns segir Ebba Schram, borgarlögmaður að reglur um svartíma til embættis borgarlögmanns séu ekki skrásettar heldur er miðað við að málshraði sé í samræmi við umfang máls hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?