Útvarp 101 er ný útvarpsstöð sem fer í loftið á fimmtudag, 1. nóvember.
Hópurinn á bak við stöðina samanstendur af vinum og kunningjum sem starfað hafa við tónlistarútgáfu, fjölmiðla, framleiðslu og aðra listsköpun síðastliðin ár.
Með það markmið að gera poppkúltur, listum og málefnum unga fólksins hærra undir höfði hér á landi stofnuðu þau útvarpsstöðina Útvarp 101 og vefmiðilinn 101.live, segir á Facebook-síðu stöðvarinnar.
Útvarp 101 heldur úti útvarpsútsendingu dag og nótt ásamt því að miðla ferskustu fréttunum og vönduðu dagskrárefni á netinu.
Meðal dagskrárgerðarfólks 101.live má nefna Aron Má Ólafsson, Sögu Garðarsdóttur, Unnstein Manuel Stefánsson, Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur, Sigurbjart Sturlu Atlason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Birnu Maríu Másdóttur og Loga Pedro Stefánsson.
Hægt er að hlusta á Útvarp 101 á FM 94.1 á Höfuðborgarsvæðinu og um allan heim á 101.live.