Samkvæmt lögum reglunnar er markmiðið að göfga og bæta mannlífið og eru þar upptalin sjö gildi, eða hyrningarsteinar: Trúin á guð – Hinn hæsta, dyggðin, kærleikurinn, eindrægnin, þagmælskan, iðjusemin og stöðuglyndið. „Trúin eða dýrkun Guðs, Hins Hæsta, er upphaf og kjarni Reglunnar,“ segir þar.
Aðeins karlmenn eru teknir inn í regluna og þurfa þeir meðmæli frá tveimur reglubræðrum. Þeir verða að játa kristna trú, hafa óflekkað mannorð og vera sjálfráðir eigna sinna. Hægt er að draga umsóknina til baka í matsferlinu en eftir það er ekki hægt að ganga út nema í „sérstökum tilvikum.“
Þagmælskan er tekin alvarlega og í reglum stendur: „Utan vébanda Reglunnar er honum (reglubróður) alls óheimilt að ræða við nokkurn mann um innri störf eða siði hennar, nema því aðeins, að hann sé fullviss um, að hann tali við frímúrarabróður og viti stigtign hans. Skal hann þá haga orðum sínum eftir því.“ Þá er reglubræðrum bannað að ganga í önnur félög sem byggja á leynd. Enn fremur:
„Frímúrarabróður er stranglega bannað, án sérstakrar heimildar hverju sinni, að hafa í sinni vörslu nokkur gögn er varða hin leyndu fræði Reglunnar, hverju nafni sem nefnast, hvorki frumgögn né eftirmyndir.“
Fjölmargir áhrifamenn í íslensku þjóðfélagi hafa verið og eru frímúrarar. DV tók saman nokkur nöfn núverandi og fyrrverandi reglubræðra.
Þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans.
Tónlistarmaður og Stuðmaður.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sjúkrahúsprestur og forsetaframbjóðandi.
Rektor háskólans á Bifröst og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1991 til 2003.
Tónlistarmaður og söngvari Í svörtum fötum.
Athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Leikari og Spaugstofumaður.
Fyrrverandi dómkirkjuprestur.
Leikari hjá Þjóðleikhúsinu.
Fyrrverandi forstjóri Sjóvá og handboltastjarna
Fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka
Stórsöngvari og stofnandi Söngskólans í Reykjavík
Fyrrverandi sóknarprestur Neskirkju.
Fyrsti forseti lýðveldisins og æðsti maður reglunnar.
Annar forseti lýðveldisins og forsætisráðherra.
Myndlistarmaður.
Utanríkisráðherra og seðlabankastjóri.
Ráðherra, þingmaður og atvinnumaður í knattspyrnu.
Skáld og þingmaður.