fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Margir minnast Sigurðar: „Stór maður með einstaklega stórt hjarta“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Svavarsson útgefandi lést á heimili sínu á föstudagsmorgun. Hann var 64 ára gamall. Sigurður var vel kunnur öllum sem vinna og þekkja til í útgáfu- og bókmenntaheiminum og var vel metinn þar, sem og víðar.

Margir vina og samstarfsfélaga Sigurðar minnast hans með hlýhug og fallegum orðum á Facebook, en Sigurður var hvers manns hugljúfi.

Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður og fyrrum nemandi Sigurðar við Menntaskólann í Hamrahlíð segir Sigurð hafa verið kennara sem fékk nemendur til að sperra upp hugann og seinna yfirmann sem hægt var að leita til í trúnaði. „Góðir kennarar skilja eftir sig slóðir og ég held að þegar litið er yfir nemendur Sigga Svavars frá þessum árum í MH megi finna marga sem innblásnir og nærðir af honum lögðu fyrir sig íslenskuna í einhverri mynd. Við njótum þess allavega öll betur að lesa bækur.“

Sigurður starfaði við íslenska bókaútgáfu frá því hann lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hann kenndi við MH og hóf síðan störf sem ritstjóri hjá Máli og menningu sem ritstjóri, síðan varð hann útgáfustjóri Eddu-útgáfu þar til hann stofnaði svo eigin útgáfu,Opna Publishing. Hann gegndi í gegnum tíðina margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bókaútgefendur, var meðal annars formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.
Sigurður skilur eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Svansdóttir og tvö uppkomin börn.

„Svo stór maður á alla mögulega vegu en þó sérstaklega með einstaklega stórt hjarta sem hafði alltaf rými fyrir amk eitt knús í viðbót. Og þannig kvöddumst við einmitt í síðasta skipti eftir sérdeilis vel lukkað boð í Frankfurt fyrir tveimur vikum sem hann og Halldór Guðmundsson stóðu fyrir. Eitt knús í kveðjuskyni þar sem hann sagði að það hefði glatt sig sérstaklega mikið að sjá hvað við hjónin hefðum skemmt okkur vel,“ skrifar Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

„Þvílík harmafregn! Siggi, dásemdarkennari, lífskúnstner, bókaunnandi og pólitískur viti farinn á vit nýrra vídda allt allt of snemma. Mikið er þetta sorglegt. Votta Guðrúnu og fjölskyldunni allri innilegrar samúðar,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur hjá rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði segir Sigurð hafa verið fáum líkur: „Sakna sárt míns gamla íslenskukennara, útgefanda og vinar og votta fjölskyldu hans og öðrum sem þótti vænt um hann mína dýpstu samúð. Siggi var fáum líkur, hlýr, góður og skemmtilegur maður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir