Ingi Bauer og Stefán Atli hafa sent frá sér 45 myndbandsblogg eða svokölluð VLOG.
Í þessum myndbandsbloggum hafa þeir félagar meðal annars sýnt hvernig Ingi bjó til taktinn fyrir NEINEI, spilað á stóra sviðinu á þjóðhátíð, DJ-að með Herra Hnetusmjör á Benidorm, keypt 500.000 kr myndavél, flogið til Vestmannaeyja bara til þess að kaupa páskaegg, farið í snjósleðaferð á langjökli, kveikt í jólageit IKEA og fengið JóaPé og Króla með sér í lið.
Þeir félagar eru með yfir 8200 áskrifendur á Youtube rásinni sinni og fer fjöldi áskrifenda ört vaxandi. Ásamt því að senda frá sér myndbandsblogg spila þeir tölvuleikinn FORTNITE alla fimmtudaga og fá oft til sín góða gesti.
Í nýjasta ævintýri félagana fóru þeir á árshátíð í Póllandi sem endaði með því að þeir voru rændir.