Í tengslum við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2018, er boðið til málþings sem ber yfirskriftina „Hvert stefnum við? – málþing um hönnun í kvikum heimi“.
Málþingið fer fram í dag í Veröld – hús Vigdísar frá kl.15-17.30. Áhersla verður á framtíðina og lykilorð nýrrar hönnunarstefnu fyrir Ísland sem nú er í lokamótun, þar sem áhersla er lögð á hönnun til verðmætasköpunar og betra samfélags. 10 ár eru nú liðin frá hruni og stofnun Hönnunarmiðstöðvar, sem fæddi meðal annars af sér HönnunarMars, fyrstuHönnunarstefnu Íslands , HA – fyrsta hönnunarblaðið á Íslandi og sýningar erlendis á verkum hönnuða frá Íslandi.
Meðal þeirra sem flytja örerindi eru Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Hrólfur Karl Cela, Bergur Finnbogason og Halla Helgadóttir.
Snörp myndræn erindi um vægi hönnunar / arkitektúrs í þróun og nýsköpun í atvinnulífi, samfélagi og menningu, ásamt framtíðarsýn Paul Bennett hönnunarstjóra IDEO, veita innblástur í skarpar pallborðsumræður um framtíðina.