Ég er greinilega í Brownie stuði þar sem tvær síðustu uppskriftir frá mér hafa verið Brownie tengdar.. þær eru bara svo góðar. Mæli sérstaklega með þessari fyrir helgina!
Hráefni:
250 g smjör
120 g suðusúkkulaði
4 egg
2 bollar sykur
1 1/2 bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1/2 tsk. salt
1/2 bolli suðusúkkulaði dropar
Aðferð:
Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti og leyfið að kólna örlítið. Þeytið saman egg og sykur. Bætið súkkulaðismjör blöndunni saman við í mjórri bunu og þeytið áfram örlítið. Bætið við þurrefnunum og hrærið. Að lokum hrærið saman við súkkulaði dropunum. Smyrjið 23x23cm form og hellið deiginu í. Bakið við 180°C í 30 mínútur.
Karamellan – Hráefni:
1 poki Freyju karamellur (eða aðrar ljósar karamellur)
1 msk. rjómi
sjávarsalt
Aðferð:
Bræðið karamellur og rjóma í potti við lágan hita. Þegar kakan hefur kólnað alveg hellið karamellunni yfir. Dreyfið smá salti yfir.
Þessi er virkilega góð og getur ekki klikkað!
Góða helgi
Snædís Bergmann <3