Erlingur Sigvaldason, sem er nemandi í Verzlunarskóla Íslands sagði frá því á Twitter í gær að hann hygðist hanna dagatal. Óhætt er að segja að það sé frekar óhefðbundið, en dagatalið mun innihalda myndir af rangeygðum stjórnmálamönnum.
Upplagið er 30 eintök og hefst sala í byrjun desember. „Jólagjöfin í ár,“ segir Erlingur.
Er að vinna að gerð dagatals með myndum af rangeygðum stjórnmálamönnum. Upplagið verður um 30 stykki til að byrja með og má gera ráð fyrir að þau komi út í byrjun desember. pic.twitter.com/65Qb2nNaSj
— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) October 25, 2018
Erlingur fékk hugmyndina í heimspekitíma í Verzlunarskólanum og segir í samtali við Nútímann að verðinu verði stillt í hóf. „Ég er að ræða við Ísafold um prentun og ég mun hafa verðið mjög nálægt prentkostnaði,“ sagði Erlingur en þeir sem hafa áhuga á því að tryggja sér eintak geta haft samband við Erling á Twitter.