Guðjón Sigmundsson eða Gaui litli ræður ríkjum á Hernámssetrinu í Hvalfirði. Á miðvikudag fékk hann afhenta vináttuorðu í sendiráði Rússlands.
„Það var hátíðleg stund í sendiráði Rússlands í gær. Ég fékk afhenta vináttuorðu fyrir vináttu og samvinnu milli Rússlands og Íslands fyrir framlag okkar til að halda á lofti minningu um skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði á árunum 1942 til 1945 til Rússlands,“ segir Gaui á Facebook-síðu setursins.
„Þetta var mikill heiður fyrir Hernámssetrið og viðurkenning á því starfi sem við erum að vinna í Hvalfirði.“
Segir Gaui að sérstaklega gleðilegt hafi verið að hitta Ólaf Ragnar Grímsson fyrrum forseta, sem fyrstur hóf umræðu um þessi málefni og hélt ráðstefnu í Reykjavík 2007 um skipalestirnar.
Í júlí í sumar bætti Gaui við fullt af munum á safninu, sem lesa má um hér.