Alexis Sanchez leikmaður Manchester United er frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik með Síle.
Sanchez kom við sögu í jafntelfi gegn Chelsea um síðustu helgi en var í raun meiddur.
Sanchez hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili sem hafa orðið til þess að hann hefur spilað illa að mati Jose Mourinho.
,,Sanchez er í veseni því hann er meiddur, hann reyndi að hjálpa gegn Chelsea en var varla í standi til þess,“ sagði Mourinho.
,,Hann varð að hvíla sig, og gat ekki spilað gegn Juventus og verður ekki leikfær gegn Everton. Núna þarf hann að ná heislu.“
,,Hann kom í janúar og það er erfitt fyrir leikmann. Hann var öflugur í sumar og var sterkur gegn Leicester í fyrsta leik.“
,,Svo var hann meiddur, kom aftur, er aftur meiddur. Hann er leikmaður sem þarf að vera í toppstandi til að geta lagt sitt að mörkum.“