fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Engin leiga verið greidd af Bragganum: Endanlegt leiguverð óljóst

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 27. október 2018 18:00

Deilt er um endanlegt leiguverð á Bragganum umdeilda. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óvissa ríkir um hvert endanlegt leiguverð Háskólans í Reykjavík verður til Reykjavíkurborgar fyrir afnot af bragganum umdeilda í Nauthólsvík. Leiguverðið átti að miðast við að endanlegur kostnaður yrði 158 milljónir króna en kostnaðurinn er nú þegar orðin um 415 milljónir króna þrátt fyrir að verkefninu sé ekki lokið. Menntastofnunin hefur þegar leigt hluta húsnæðisins út undir veitingastarfsemi og þiggur leigutekjur fyrir.

HR hefur ekki greitt neina leigu fyrir braggann

Samkvæmt leigusamningi sem HR og Reykjavíkurborg skrifuðu undir 16. júlí 2015, og var samþykktur af borgarráði, hljómaði leigusamningurinn upp á 450 þúsund krónur fyrir 446 fermetra eða um 1.009 krónur á fermetrann. Í samningnum er tekið fram að leiguverð sé tengt við vísitölu neysluverðs og ætti því leigan í dag að vera 482.083 krónur. Tekið er fram í leigusamningnum að fari kostnaður vegna framkvæmda yfir 158 milljónir mun leigan hækka í samræmi við þá kostnaðaraukningu og mun Reykjavíkurborg taka á sig um 67% af þeirri hækkun en HR 33%. Mun þetta því þýða einhverja hækkun á leigu fyrir HR.

Hversu mikil hækkunin verður er þó með öllu óljóst. Í samningum er sérákvæði þar sem fram kemur að séu framkvæmdirnar vegna minjaverndar taki Reykjavíkurborg allan kostnað vegna þess á sig. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti kostnaðaraukningarinnar flokkast undir minjavernd og um það snýst deilan. Samkvæmt gögnum sem borgarráð og borgarstjórn Reykjavíkurborgar fékk á sínum tíma um verkefnið var framkvæmdin flokkuð sem minjavernd og getur það því flækt stöðuna fyrir Reykjavíkurborg krefjist þeir hækkunar á leigunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í svari til DV að HR hafi ekki ennþá greitt neina leigu af húsnæðinu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlun hefur Háskólinn í Reykjavík þegar tekið hluta húsnæðisins í notkun, þó að afhendingin hafi ekki farið formlega fram.

Veitingahúsið Bragginn Bístró opnaði í miðjum júní síðastliðnum, en byrjað var að koma fyrir eldhústækjum í húsnæðinu í apríl. Í samtali við DV sagði Dalmar Ingi Daðason, veitingarstjóri á Bragganum, að hann vissi ekkert um leigusamning veitingastaðarins við HR og benti á föður sinn, Daða Júlíus Agnarsson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Daða við vinnslu fréttarinnar, svo ekki er vitað að svo stöddu hvort veitingastaðurinn sé byrjaður að borga leigu til HR eða ekki. Þegar blaðamaður DV mætti á svæðið ásamt ljósmyndara var einnig búið að koma fyrir sætum og sófum fyrir í húsinu þar sem frumkvöðlasetur HR á að vera. Sagði Dalmar að þau hefðu fengið það lánað hjá HR til að setja aukahúsgögn inn í fyrir geymslu en samkvæmt heimildum DV hafa verið haldin einkasamkvæmi í húsnæðinu sem áætlað var fyrir frumkvöðlasetur. Þar mátti sjá stór hljómflutningstæki merkt símafyrirtækinu Nova ásamt því að auglýsingar fyrir tilboð á áfengum drykkjum voru á borðunum.

Leiguverð langt undir markaðsverði

DV ræddi við nokkra leigumiðlara sem sérhæfa sig í leigu á atvinnuhúsnæði og staðfestu þeir allir að leiguverðið í núverandi samningi væri afar lágt. Í samtali við DV sagði einn leigumiðlari: „Þúsund krónur á fermetra er algjörlega óþekkt þó það sé ekki vatns- eða vindhelt hús. Venjulega er verið að leigja svona húsnæði á 5 til 10 þúsund krónur á fermetrinn, annað er bara fráleitt. Þetta er ekki verð sem þekkist á markaðnum. þetta er bara eitthvað gæluverkefni, það er alveg augljóst.“ Samkvæmt leigumiðlurunum sem DV ræddi við eru fleiri verkefni á vegum borgarinnar þar sem í boði er leiguverð langt undir markaðsverði. Til dæmis Mathöllin á Hlemmi ásamt verkefni á Langholtsvegi þar sem verslunin Sunnutorg var, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði