Verkmenntaskólinn á Akureyri heldur nú forvarnaviku en markmiðið með henni er að vekja athygli á þeim vanda sem neysla lyfseðilsskyldra lyfja og fíkniefna er, þeim fjölda sem látist hafa af neyslu þeirra og er markmiðið að minnka þá tölu.
Í gærmorgun mynduðu nemendur og starfsfólk kærleikskeðju í kringum skólann. Þetta var táknræn aðgerð til minningar um alla þá sem hafa látist á árinu vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum en sú tala er alltof há. Markmiðið með forvarnarvikunni er að minnka þessa tölu á komandi árum og til þess verður haldið Forvarnar- og skemmtikvöld á fimmtudag. Við eigum bara Eitt líf og það er svo gífurlega verðmætt.
Lagið sem hljómar undir í myndbandinu er lag Nick Cave and the Bad Seeds, Ain´t Gonna Rain Any More, í útgáfu ZÖE úr kvikmyndinni Lof mér að falla.
Hér má sjá myndir sem voru teknar af kærleikskeðjunni.
Bingó var einnig haldið í gær og ágóðinn rennur til þess að greiða útlagðan kostnað vegna forvarnavikunnar og styrkja Minningarsjóð Einars Darra.