fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Leynivopn á virkum degi: Beikonkjúlli í rjómasósu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 16:00

Girnilegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift er eiginlega of einföld og tekur enga stund að töfra fram æðislegan beikonkjúlla í rjómasósu. Algjör snilld.

Beikonkjúlli

Hráefni:

4 sneiðar beikon
750 kjúklingalæri á beini
salt og pipar
1 lítill rauðlaukur, saxaður
225 g sveppir, skornir í sneiðar
1 lítil búnt timjan
¾ bolli kjúklingasoð
¾ bolli rjómi
1/3 bolli rifinn parmesan
safi af ½ sítrónu
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið pönnu yfir meðalhita og steikið beikonið þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og skiljið eftir sirka 2 matskeiðar af fitunni í pönnunni. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar, hækkið hitann á pönnunni aðeins og setjið kjúklinginn á pönnuna með skinnið niður. Eldið í fimm mínútur á hvorri hlið, takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið lauk í pönnuna og steikið í um 5 mínútur. Bætið sveppur saman við og kryddið með salti og pipar. Eldið og hrærið reglulega í blöndunni í um 5 mínútur. Bætið soði, rjóma, parmesan osti, timjan og sítrónusafa saman við. Náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Setjið kjúling aftur á pönnuna og eldið í um 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan búin að þykkna. Skerið beikon í bita og stráið yfir kjúklinginn, sem og steinseljuna.

Og athugið – þessi uppskrift er lágkolvetnavæn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum