fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Óperan Trouble in Tahiti frumsýnd í fyrsta sinn á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trouble in Tahiti er djössuð ópera og háðsádeiluverk eftir tónskáldið Leonard Bernstein.

Verkið afhjúpar tálsýn ameríska draumsins, heim samanburðar og neyslukapphlaups sem ástin líður fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp á Íslandi en Bernstein hefði orðið 100 ára á árinu. Óperan er frumsýnd í Tjarnarbíó sunnudaginn 28. október kl. 20.30.

Sam og Dinah eru fyrirmyndarhjón sem búa í hinni fullkomnu úthverfaparadís. Undir fægðu yfirborðinu leynist þó veruleiki sem er á skjön við markaðsvædda ímyndina. Við fylgjumst með einum degi í lífi þeirra og tvísýnni atburðarás um framtíð hjónabandsins.

Óperan er tæp klukkustund að lengd og verður flutt á ensku.

Trouble in Tahiti er liður í hátíðardagskrá Óperudaga í Reykjavík 2018 sem fram fer víðs vegar um borgina frá 20. október – 4. nóvember. Óperudagar í Reykjavík er spennandi hátíð þar sem boðið er upp á óperusýningar og fjölbreytta söngviðburði. Tónlistarleikhús fær að flæða inn í króka og kima höfuðborgarinnar.

Tónlistarstjóri: Gísli Jóhann Grétarsson Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir Aðalhlutverk: Aron Axel Cortes og Ása Fanney Gestsdóttir Jazztríó: Íris Björk Gunnarsdóttir, Gunnar Guðni Harðarson og Ragnar Pétur Jóhannsson Hljómsveit: Hrönn Þráinsdóttir, Símon Karl Sigurðarson Melsteð, Þórður Hallgrímsson, Sigríður Hjördís, Örvar Erling Árnason, Aurora Erika Luciano og Ásthildur Helga Jónsdóttir Leikmynd og búningar: Þórdís Erla Zoega Danshöfundur: Auður Bergdís Snorradóttir Myndvinnsla: Ásta Jónína Arnardóttir Lýsing: Hafliði Emil Barðason Framkvæmdastjórn: Guja Sandholt og Ása Fanney Gestsdóttir Sýningarstjórn: Tinna Þorvalds Önnudóttir Styrktaraðilar: Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóður og Norræni menningarsjóðurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“