Söngkonan Greta Salóme auglýsir nú á Facebooksíðu sinni eftir konum á aldrinum 3 –99 ára.
Konurnar eiga að koma og segja (mæma) eina setningu í laginu WILDFIRE sem er lokalag í teiknimyndinni LÓI sem er næstdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar. Það mun ekkert heyrast í þeim heldur er þetta bara að mynda setningu.
Tökur fram fram þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi frá kl. 13 og tekur um 15 mínútur á hverja konu á manneskju. Konurnar mega vera mæðgur, systur, vinkonur, frænkur eða koma einar.
Áhugasamar geta sent Gretu Salóme skilaboð á Facebooksíðu hennar.
Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn er byggð á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar.
Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóu unga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor.