Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson er gríðarlega vinsæl og er þeim eiginleika gædd að geta búið til uppskriftir sem fólk gjörsamlega elskar.
Nigella deildi hins vegar uppskrift á dögunum sem fór mjög fyrir brjóstið á mörgum – nefnilega uppskrift að Marmite-spagettí. Marmite er notað sem álegg á brauð í Bretlandi og eitt af þessum matvælum sem fólk annað hvort elskar eða hatar. Þeir sem elska Marmite elska það nánast meira en lífið sjálft. Þeir sem hata sjá rautt þegar áleggið er til umræðu.
I’m going to come right out and say it: #RecipeOfTheDay is Marmite Spaghetti https://t.co/rFh6wFLlqG pic.twitter.com/m5wyiA52t9
— Nigella Lawson (@Nigella_Lawson) October 15, 2018
Nigella tísti uppskriftinni og bað fólk um að gefa réttinum tækifæri þó hann virkaði frekar ógirnilegur. Fjölmargir aðdáendur hennar voru langt frá því ánægðir með þetta uppátæki.
No Nigella no!! Not marmite!! pic.twitter.com/jXxLnsQWd9
— lucy jerwood (@babybutterfly0) October 15, 2018
— KC (@kcrooks71) October 15, 2018
This is possibily worse than pineapple pizza
— Mario Servillo ? (@mario_s) October 15, 2018
It’s incredible. I have to stop myself from having it everyday. I might have a bowl now for comfort.
— Sarah Phelps (@PhelpsieSarah) October 15, 2018
Gorgeous – bit of cheese on top too!!
— Zoe (@zoefitz72) October 16, 2018
Love this recipe! So simple and delicious ?
— Stephanie Brookes (@stephbrookes) October 18, 2018
Og fyrir þá sem þora – hér er uppskriftin umtalaða:
Hráefni:
375 g spagettí
50 g ósaltað smjör
1 tsk. Marmite (eða meira ef vill)
ferskur, rifinn parmesan ostur
Aðferð:
Sjóðið pastað í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Bræðið smjörið á lítilli pönnu þegar spagettíið er nánast tilbúið, og blandið Marmite og 1 matskeið af pastavatni vel saman við smjörið. Haldið eftir hálfum bolla af pastavatni og hellið restinni. Hellið smjörblöndunni yfir spagettíð og bætið smá pastavatni saman við ef þetta vill ekki allt blandast vel saman. Berið fram með nóg af parmesan osti.