fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Opnar sig um ofbeldissamband við fyrrverandi kærasta – ,,Hótaði að drepa köttinn og sofa hjá mömmu minni“

Babl.is
Mánudaginn 22. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. október birti McKenzie Ward færslu á Facebook hópnum Beautytips, sem fjallar um ofbeldissamband hennar við fyrrverandi kærasta sinn. McKenzie lýsir grófu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hann beitti hana áður en hún náði að losna úr sambandinu.

Ofbeldi í samböndum er stórt vandamál og því miður allt of margar sögur sambærilegar sögu McKenzie. Konur verða fyrir allskonar kynbundnu ofbeldi og algengt að það sé af hálfu maka.

,,Hann hótaði að drepa köttinn minn, henti henni oft og notaði það á mig til að hlýða sér. Endaði með að ég fór inn á bað með köttinn og svaf þar” segir í færslunni.

Í viðtali við Babl lýsir McKenzie því að í fyrstu hafi allt verið frábært. ,,Hann var ofboðslega góður við mig. Hann keypti allt handa mér sem mig vantaði.”

McKenzie er hinsvegar greind með þunglyndi og þegar það fór að gera vart við sig fóru hlutirnir að breytast. ,,Þá fór hann að verða verri og verri við mig. Hann hætti með mér oft, henti mér út, kallaði mig hóru og var alltaf að halda fram hjá mér. Hann spurði mig oft hvort hann mætti sofa hjá mömmu minni. Þetta hélt svona áfram í marga mánuði þar til ég gafst upp.”

Reyndi sjálfsvíg fimm sinnum

McKenzie reyndi að fyrirfara sér fimm sinnum á meðan sambandinu stóð, vegna hegðunar kærasta síns. ,,Ég var orðin svo ótrúlega veik út af þessu sambandi. Hann kom hinsvegar aldrei að heimsækja mig upp á spítala. Síðan þegar ég vildi hætta með honum hótaði hann að ég yrði alein og að mamma mín myndi ekki vilja fá mig aftur. Svo myndi hann ríða öllum vinkonum mínum. Hann reyndi líka margoft að barna mig en sem betur fer er ég á hormónasprautinni.”

Ofbeldismaður McKenzie er með ákveðnar hugmyndir um hvernig konur eigi að vera. ,,Þær eiga alltaf að vera glaðar og þær eiga alltaf að vera málaðar. Þær eiga að vera með stóran rass og stór brjóst, rosalega sítt hár og svo þurfa þær alltaf að vera til í allt.

Þegar við byrjuðum saman var ég alltaf rosalega til í allt en síðan fór ég að breytast og vildi vera mín eigin týpa. Þá varð hann ótrúlega óánægður með mig.” McKenzie segir að konur væru ekki eini hópurinn sem hann hafði verið með fordóma í garð, heldur var hann líka með fordóma gagnvart hinsegin fólki. ,,Helmingurinn af vinum mínum er hinsegin og hann var líka vondur við þá.”

Eftir að McKenzie náði að losna frá honum reyndi hann síðan að brjótast inn til hennar. ,,Vinkona mín náði að stoppa hann af. Hann var kominn inn fyrir hurðina en hún hrinti honum út.”

Vinnur úr ofbeldinu hjá sálfræðingi

McKenzie er í tímum hjá sálfræðingi til að vinna úr ofbeldinu, en það var skynsamlegt næsta skref eftir að hafa náð að fara frá ofbeldismanninum. Það tekur á sálina að lenda í ofbeldi af hálfu einhvers sem þú treystir og elskar.

Ertu hrædd um að hann muni láta svona við aðrar stelpur?

Já ég er mjög hrædd um það. Ég vil ekki að aðrar stelpur upplifi þetta því þetta er ekkert gaman.

McKenzie ráðleggur stelpum sem gætu lent í svipuðu og hún lenti í að hlusta á viðvörunarbjöllurnar þegar þær byrja að klingja.

Maður þarf að gefa sér tíma til að kynnast stráknum áður en hoppað er beint út í djúpu laugina eins og ég gerði. Mér fannst hann bara svo sætur.

Jafnvel þó þú elskir hann þá verðurðu að hætta með honum ef hann fer að vera vondur við þig, því það mun bara versna.

 

Til eru margskonar samtök og stofnanir sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi í samböndum eða veita ráðgjöf og hjálp til þolenda slíks ofbeldis. Þar á meðal eru UN Women á Íslandi.

Babl ræddi við Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningastýru UN Women á Íslandi um kynbundið ofbeldi og hvernig mætti uppræta það.

,,UN Women á Íslandi efnir til vitundarvakningarátaka um skaðleg áhrif kynbundins ofbeldis líkt og til dæmis í nýjustu herferð samtakanna Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur,” segir Marta.

Hér er hægt að sjá myndbandið í nýju herferð samtakanna sem var birt á heimasíðu UN women á Íslandi.

,,Herferðinni var sérstaklega beint að karlmönnum og strákum og þeir hvattir til að beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Samhliða vitundarvakningarátökum samtakanna öflum við einnig fjár til verkefna UN Women um allan heim sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.

Fjáröflun samtakanna byggir á dýrmætum mánaðarlegum framlögum stórs hóps sem styður við starf samtakanna ásamt einstaka fyrirtækjum sem styðja við starfið.”

Við spurningu blaðamanns til UN Women á Íslandi um afhverju sumar konur lenda í ofbeldi af hálfu maka síns fengust þau svör að það væri margþætt og flókin spurning sem ætti sér ekki eitthvert eitt einfalt svar. ,,En aukist hefur viðurkenning á því að samfélagslegar forsendur liggi til grundvallar ofbeldi og í raun geti hver sem er orðið fyrir ofbeldi af hendi maka” segir Marta Goðadóttir sem er herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi.

Kynbundið ofbeldi er allskonar og vandinn mismunandi eftir því á hvaða stað þú ert í heiminum. Því verður ekki neitað að vandinn virðist vera gríðarlega stór og erfiður viðureignar. En með aukinni vitundarvakningu, þar sem hver saga eins og saga McKenzie skiptir máli, færumst við í rétta átt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“