fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Þrjátíu handteknir eftir leik Víkings og Fram

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. október 2018 11:00

Íþróttavöllurinn Fram og Víkingur takast á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr sauð á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu vorið 1940 í leik Víkings og Fram. Eftir atvik á vellinum veittust áhorfendur að dómara leiksins og þurfti lögreglan að handtaka þrjátíu pilta.

„Uss, það var bara box,“ sagði ungur piltur sem kom af leik Víkings og Fram á Íþróttavellinum. Leikurinn var rólegur í fyrri hálfleik en í þeim seinni færðist harka í hann. Var allt að verða vitlaust á vellinum og þurfti dómarinn, Gunnar Axelsson, margsinnis að hafa afskipti af leikmönnum.

Um tólf hundruð áhorfendur voru á leiknum. Undir lokin hljóp einn áhorfandi inn á völlinn og ætlaði að slá Gunnar en þá kom bakvörður Víkings, Gunnar Hannesson, honum til varnar. Endaði það með því að bakvörðurinn fékk bylmingshögg.

Lögreglan kom aðvífandi og skarst í leikinn og urðu þá margir áhorfendur reiðir. Gerði hópur pilta og fullorðinna manna aðsúg að lögreglunni og dómaranum. Stympingar milli lögreglu og óeirðarseggjanna stóðu lengi yfir inni á Íþróttavellinum og bárust slagsmálin út á Suðurgötuna. Að lokum fór svo að þrjátíu óeirðaseggir voru handteknir, yfirheyrðir og loks sleppt.

Umfjöllun blaðanna var á eina leið; að árásin hafi verið tilhæfulaus og óeirðaseggirnir ættu að fá bann og sektir. Meira að segja blaðamenn Morgunblaðsins og Þjóðviljans voru sammála um það. Úrslit leiksins voru 1-0 Víkingi í vil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu