fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Tillaga um að minnka mismun á námsárangri barna innflytjenda samþykkt

Babl.is
Föstudaginn 19. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að minnka mismun á námsárangri barna innflytjenda og annarra barna, og hefur sú tillaga verið samþykkt í borgarstjórn”, þetta segir í tilkynningu frá Janusi Arni Guðmundssyni, framkvæmdarstjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

,,Í tillögunni er lagt til að námsráðgjöf og heimanámsaðstoð til barna með annað móðurmál en íslensku verði efld og skimað sérstaklega eftir námsörðugleikum í þessum hópi barna með því að taka í notkun viðurkennt matstæki sem mælir almenna þekkingu og námsfærni á móðurmáli nemanda.

Þá segir jafnframt í tillögunni að „áætlanir um móttöku barna innflytjenda í leik-, grunnskólum og á frístundaheimilum verði endurskoðaðar. Ríkið og aðrir aðilar sem eiga aðkomu að mótun menntakerfisins beiti sér fyrir því að gefið verði út námsefni sem hentar nemendum undir 18 ára með annað móðurmál en íslensku og jafnframt að auknu fjármagni verði varið til rannsókna og kennslu á þessu sviði. Samstarf við önnur sveitarfélög um málefni barna með annað móðurmál en íslensku verði eflt.”

Á Twitter síðu Katrínar Atladóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, var tillögunni fyrst frestað til næsta fundar þegar hún var kynnt. ,,Svo þegar við sjáum útsenda dagskrá þá er meirihlutinn kominn með alveg eins tillögu. Þýðir væntanlega þau geta ekki hugsað sér að kjósa með okkar góðu málum, heldur verð að að gera að sínum. Lýðræðislegt.”

Hinsvegar tísti Katrín að meirihlutinn hafi dregið tillögu sína til baka og samþykkt tillögu Sjálfstæðisflokksins.

 

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

Stefnuyfirlýsing borgarstjórnar um að minnka aðstöðumun barna innflytjenda

 Markmiðið er að tryggja að börn innflytjenda og börnum með annað móðurmál en íslensku eigi jöfn tækifæri til náms og þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.

 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að minnka mismun á námsárangri barna innflytjenda og annarra barna var samþykkt í borgarstjórn samhljóða í kvöld í kjölfar breytingatillögu meirihlutans. Í tillögunni segir m.a. að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim aðstöðumun sem birtist í námsárangri og þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum og tómstundum.

„Það er 23% munur á meðaleinkunnum barna af innlendum og erlendum uppruna. Það er mesti munur sem fyrirfinnst í OECD ríkjunum,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi og tillöguflytjandi.

Í tillögunni er lagt til að námsráðgjöf og heimanámsaðstoð til barna með annað móðurmál en íslensku verði efld og skimað sérstaklega eftir námsörðugleikum í þessum hópi barna með því að taka í notkun viðurkennt matstæki sem mælir almenna þekkingu og námsfærni á móðurmáli nemanda.

Jórunn segir að stefnuyfirlýsing af þessu tagi hafi aldrei verið rædd hvað þá samþykkt í borgarstjórn.

„Vonandi verður þessi tillaga til þess að staða þessara barna batni. Og að skjólastjórnendur og aðrir starfsmenn í skólakerfinu í Reykjavík finni áþreifanlegan mun,“ segir Jórunn Pála.

Þá segir jafnframt í tillögunni að „áætlanir um móttöku barna innflytjenda í leik-, grunnskólum og á frístundaheimilum verði endurskoðaðar. Ríkið og aðrir aðilar sem eiga aðkomu að mótun menntakerfisins beiti sér fyrir því að gefið verði út námsefni sem hentar nemendum undir 18 ára með annað móðurmál en íslensku og jafnframt að auknu fjármagni verði varið til rannsókna og kennslu á þessu sviði. Samstarf við önnur sveitarfélög um málefni barna með annað móðurmál en íslensku verði eflt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“