fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Einar Bárðar með valkvíða – Leitar ráða á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson hefur komið víða við á löngum ferli, og ein hlið Einars er lagahöfundurinn.

Þann 16. nóvember næstkomandi fagnar Einar tímamótum með 20 ára höfundar afmælistónleikum í Bæjarbíói. Um er að ræða sögustund og sing-along með smellum Einars.

Einar hyggst syngja einhver af lögunum sjálfur, en segir að megnið af þeim verði flutt af betri söngvurum en honum. Á efnisskránni eru nokkur af þekktustu lögum hans sem öll hafa verið flutt af landsþekktum listamönnum.

En samkvæmt Facebook-færslu Einars er hann með pínu valkvíða og leitar því á náðir netverja um hvaða lög hann eigi að syngja.

Hvaða lag á ég að syngja ?

Föstudagskvöldið 16. nóvember næstkomandi ætla ég að vera upp á sviði í Bæjarbíó ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Á efnisskránni eru nokkur af þekktustu lögunum mínum sem öll hafa verið flutt af landsþekktum listamönnum. Ég ætla að syngja eitthvað af þeim sjálfur en megnið verður flutt af betri söngvurum en mér. En til gamans þá væri ég til í að heyra hvaða lög þið mynduð vilja fá að heyra mig syngja sjálfan.

Til upprifjunar þá er lagasafnið mitt hérna á Spotify endilega hlustaðu og komdu með góða tillögu.

Hér má hlýða á lagasafn hans á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“