Leikmenn Manchester United hafa fengið nóg af gagnrýni frá gömlum hetjum félagsins.
Paul Scholes hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna leikmenn félagsins í dag. Gary Neville og Rio Ferdinand hafa einnig látið í sér heyra.
Paul Pogba, Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hafa fengið að heyra það.
Ensk blöð segja að leikmenn liðsins í dag hafi fengið nóg af þessum röddum og vilja að þetta stoppi.
Einnig er sagt að leikmenn United í dag séu duglegir að deila myndböndum sín á milli með mistökum frá gömlum hetjum.
Þar gera þeir grín sín á milli af mönnum sem eru hvað duglegastir að gagnrýna mistök þeirra í dag.