fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Sjáðu erótísku myndina sem varð til þess að Margréti Erlu Maack var vísað af Facebook

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Facebookfangelsi á mig í þrjá sólarhringa því einhver reportaði þessa mynd,“ skrifar Margrét Erla Maack, fjölmiðla- og kabarettkona, á Twitter-síðu sinni. Margrét birtir svo myndina sem gerði það að verkum að henni var úthýst af Facebook og sjá má hér fyrir neðan.

Síðustu misseri hefur Margrét Erla gert það gott í svokölluðum burlesque-dans sem getur verið æði erótískur. Í viðtali við DV fyrir tveimur árum sagði Margrét Erla að hún hafði kynnst burlesque-dönsurum í New York. Þá lýsti Margrét Erla burlesque svo: „Burlesque er fullorðinsskemmtun, þar sem alls kyns hæfileikum er blandað við kynþokka og stundum stripp. Dita Von Teese er sú frægasta sem stundar þetta í dag, en mínar uppáhalds eru Gal Friday, Dirty Martini, Peekaboo Pointe og Poison Ivory,“

Sjá einnig: Gerir það gott í brjóstadúskabransanum

Í því sama viðtali sagði hún farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Facebook. „Ég er að reyna að safna fólki á síðuna, því það hjálpar mér að bóka gigg, og ætlaði þess vegna að kaupa Facebook-auglýsingu. Mér var hins vegar bannað að gera það þar sem myndin af mér þótti sýna of mikið hold og vera of klámfengin. Mér finnst myndin bara listræn og mjög falleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Í gær

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna