Jóhann Jóhannsson var valinn kvikmyndatónskáld ársins á World Soundtrack Awards í kvöld, en þetta er í 18. sinn sem verðlaunin fara fram.
Á meðal verka hans sem komu út á síðastliðnu ári eru Mandy, Mary Magdelene (með Hildi Guðnadóttur, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Jóhanns) og The Mercy. Jóhann hlaut verðlaunin líka í fyrra.
Tilnefndir í flokknum voru:
– Carter Burwell – Goodbye Christopher Robin, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.
– Alexandre Desplat – Endangered Species, Isle of Dogs, Suburbicon, The Shape of Water, Valerian and the City of a Thousand Planets
– Jonny Greenwood – Phantom Thread
– Jóhann Jóhannsson – Last and First Men, Mandy, Mary Magdalene (samið með Hildi Guðnadóttur), The Butcher, the Whore and the One-Eyed Man, The Mercy
– John Williams – Star Wars: The Last Jedi, The Post
Jóhann lést 9. febrúar í Berlín, 48 ára að aldri.