fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Viltu slá í gegn í vinnunni? Bakaðu þá þessar smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 19:30

Hve girnilegt?!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin nálgast óðfluga en það er enginn sem segir að smákökubakstur sé eyrnamerktur jólunum. Það er tilvalið að baka smákökur hvenær sem löngunin vaknar, en þessar smákökur eiga klárlega eftir að koma þér í mjúkinn hjá erfiðustu vinnufélögunum. Algjört konfekt!

Súkkulaði- og karamellu smákökur

Hráefni:

2½ bolli hveiti
¾ bolli kakó
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
280 g mjúkt smjör
2 bollar sykur
2 tsk. vanilludropar
2 stór egg
40 rjómakaramellur
sjávarsalt

Karamella í miðjunni.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C, takið til ofnplötur og klæðið þær með smjörpappír. Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar. Þeytið smjör og sykur vel saman í um 3 til 5 mínútur. Bætið síðan vanilludropunum og eggjunum út í og blandið í um 1 mínútu til viðbótar. Blandið þurrefnunum saman við í þremur hollum og skrapið deigið af skálarbörmunum eftir hvert holl. Kælið deigið í ísskáp í 10 mínútur. Búið síðan til meðalstórar kúlur úr deiginu og fletjið þær á milli lófanna. Setjið eina karamellu í miðjuna á hverri köku og hyljið hana með kökudeiginu. Raðið kökunum á ofnplöturnar og passið að hafa smá pláss á milli þeirra þar sem þær dreifa úr sér. Bakið kökurnar í 9 til 11 mínútur og stráið sjávarsalti á þær um leið og þær koma úr ofninum. Leyfið þeim að kólna aðeins áður en þær eru étnar upp til agna.

Súkkulaði, karamella og sjávarsalt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka