Naby Keita miðjumaður Liverpool gat ekki klárað fyrri hálfleiknn með landsliði sínu í gær.
Keita meiddist á læri í leik Gíneu og Rwanda. Sagt er að Keita hafi meiðst á læri og sökum þess þurft að fara af velli, iðulega halda slík meiðsli leikmönnum frá í nokkrar vikur.
Áður höfðu Mohamded Salah, Virgil van Dijk og Sadio Mane meiðst í verkefnum með landsliðum sínum.
Ekki tókst að finna börur fyrir Keita svo liðsfélagi hans tók hann á bakið.
Keita er væntanlegur til Bítlaborgarinnar í dag þar sem hann mun fara í myndatöku.