Ronald Koeman þjálfari hollenska landsliðsins vonast eftir því að hans nýjasta útspil hafi komið honum í góðu bókina, hjá Jurgen Klopp.
Klopp hefur ekki verið sáttur með Þjóðadeildina og álagið sem hans leikmenn eru undir.
Virgil van Dijk fyrirliði Hollands meiddist lítilega í verkefni á dögunum en í gær ákvað Koeman að hvíla Georgino Wijnaldum gegn Belgíu.
,,Núna er Klopp kannski rosalega glaður með mig,“ sagði Koeman í léttum tón.
,,Ég vona að þetta verði til þess að ég fari góðu bókina hans Klopp.“
Liverpool fór illa úr landsleikjafríinu en Van Dijk meiddist lítilega líkt og Mohamed Salah. Þá meiddust Sadio Mane og Naby Keita en ekki er komið í ljós hvort þeir verði eitthvað frá.