fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ætlaði að skrifa um háhraðanet en skrifaði um háræðanet

Fjölmiðlafólk rifjar upp erfið og furðuleg mál

Auður Ösp
Laugardaginn 27. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlafólk á Íslandi starfar á fjölbreyttum vettvangi og enginn dagur er eins. Málin sem tekin eru til umfjöllunar eru jafn mismunandi og þau eru mörg og snerta allt litróf mannlífsins. Á sama tíma þrengir stöðugt að starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi, starfsöryggið er lítið sem ekkert, samkeppnin yfirdrifin og vinnutíminn allt annað en fjölskylduvænn. Persónuárásir og hótanir um málsóknir eru daglegt brauð. Það er því óhætt að fullyrða að flestir þeir sem kjósa að starfa á vettvangi fjölmiðla eru fyrst og fremst drifnir áfram af hugsjón.

Í seinasta tölublaði DV voru nokkrir af þekktustu lögfræðingum landsins beðnir um að rifja upp eftirminnilegar sögur af ferlinum. Í þetta sinn leitaði DV til valinkunnra einstaklinga úr fjölmiðlastétt og kennir þar ýmissa grasa.

Lóa Pind Aldísardóttir

Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í fjölmiðlum?

„Mig langaði að vinna við að skrifa og af því að ég er botnlaust forvitin um fólk og samfélagið. Svo er þetta örugglega eitt skemmtilegasta starf í heimi, það er fáránlega gaman að hafa þennan aðgang að fólki og hafa starfsleyfi til að spyrja viðstöðulaust um alls konar sem maður veit ekki og vill skilja. Og hafa kannski einhver áhrif á fólk í leiðinni.“

Sjónvarpsþættir Lóu um íslenska „tossa“ vöktu verðskuldaða athygli.
Stolt af Tossunum Sjónvarpsþættir Lóu um íslenska „tossa“ vöktu verðskuldaða athygli.

Manstu eftir einhverri eftirminnilegri/vandræðalegri/furðulegri uppákomu sem þú hefur lent í, til dæmis í beinni útsendingu eða á vettvangi fréttaflutnings?

„Heilinn er svo haganlega hannaður að ég man örugglega ekki eftir öllum vandræðalegu uppákomunum í beinni. Hláturskast í langri beinni útsendingu er til dæmis ekki vel til þess fallið að halda þræði í viðtali. Ég hef komist að því. Vandræðalegustu mistök sem ég hef gert – í árdaga ferilsins – voru þegar ég skrifaði lærða frétt um tækninýjungina háhraðanet. Nema ég vissi ekkert um hvað maðurinn í símanum var að tala og skrifaði því ca. hálfsíðugrein um þetta háræðanet sem ætti eftir að létta okkur lífið í tölvunni. Þetta var nota bene, fyrir tíma veraldarvefjarins og Google. Lexían: aldrei þykjast vita meira en þú veist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna