Deilur standa nú yfir um ráðningu á framkvæmdastjóra Miðflokksins. Tilraun var gerð til að fá Grétu Björgu Egilsdóttur ráðna. Hún er fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins og eiginkona Reynis Þórs Grétarssonar, formanns Miðflokksfélags Reykjavíkur. Í vor var hún ráðin sem kosningastjóri flokksins í Reykjavík.
Olli það kurr þegar ekki fékkst samþykkt fyrir ráðningu Grétu sem framkvæmdastjóra og er staða Reynis nú í óvissu. Líklegt þykir að Linda Jónsdóttir taki við stöðu hans sem formanns félagsins. Hún er eiginkona Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa og einkaþjálfara Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns.