Það er fátt dásamlegra en að gæða sér á góðum ís í skammdeginu. Þessi ís er svo einfaldur, en í hann er notuð sæt dósamjólk, eða „sweetened condensed milk“. Mjólkin gerir ferlið allt auðveldara og er þetta gjörsamlega skotheld uppskrift sem allir geta spreytt sig á með góðum árangri.
Hráefni:
2 bollar rjómi
2 msk. flórsykur
1–2 tsk. piparmyntudropar
1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk)
grænn matarlitur (ef vill)
50 g súkkulaðispænir (70%)
Aðferð:
Byrjið á að stífþeyta rjóma, flórsykur og piparmyntudropa í skál. Hellið sætu mjólkinni saman við og blandið varlega en vel saman með sleif eða sleikju. Bætið því næst matarlitnum út í ef þið viljið nota hann og hrærið og síðan súkkulaðispænunum. Hellið í ílangt form, til dæmis brauðform, eða hvaða form sem þið viljið nota. Frystið í 6-8 klukkustundir eða yfir nótt. Þessi ís geymist heillengi í góðri pakkningu.