Alexandre Lacazette framherji Arsenal saknar þess að spila Í Frakklandi og segir stuðningsmenn þar betri en á Englandi.
Lacazette er á sínu öðru tímabili með Arsenal en honum fannst skemmtilegra að spila með Lyon.
,,Ég sakna þess að upplifa stemminguna á völlunum í Frakklandi, á Englandi eru áhorfendur en í Frakklandi eru stuðningsmenn,“ sagði Lacazette.
,,Það er betri stemming a völlunum í Frakklandi.“
Lacazette hefur verið í stuði með Arsenal síðustu vikur og verið öflugur fyrir framan markið.