fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Einar og Kristján taka nýjan Braggablús – „Nú er Dagur flúinn því aurinn, hann er búinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragginn í Nauthólsvík er aðalfréttaefnið þessa dagana, enda bruðlið þar svo ekki sé meira sagt: stórkostlegt.

Vinirnir Einar Páll Benediktsson og Kristján R. Guðnason tóku Braggablús Magga Eiríks, smelltu nýjum texta á lagið og tóku upp.

„Kristján bauð mér í mat á laugardagskvöldið og svo settumst við yfir orginalinn og breyttum og tókum upp,“ segir Einar Páll og bætir við að þeir vinirnir hafi áður tekið upp lög í sófanum heima hjá Kristjáni og póstað á Facebook til skemmtunar fyrir vini og vandamenn.

Braggablús þeirra vina er þó líklega langvinsælasta myndbandið þeirra hingað til, enda þegar komið í um 13 þúsund áhorf.

Einn í bragga Dagur gægist út um gluggann
Bráðum sér hann Miðflokks Baldur skunda hjá
en túrinn stúrinn strá fyrir utan skúrinn
er erfitt nema fyrir hellings aur að fá

Í vetur betur gekk honum að galdra
til sín glaða og kalda karla sem vildu aur
En Dagur óhagur situr einn í bragga
á ekki neina afsökun er alveg staur.

Fyrst kom Daninn með stráin höfundaréttsvarin
Þá var hann Dagur á borginni í bleikum kjól
Svo kom Vigdís þanin kommonistabaninn
þá kættist Kastljós ofsalega og hélt sín jól

Svo færðist aldur yfir eins og galdur og ávalt verra og verra var í Dag að ná
Nú er Dagur flúinn því aurinn hann er búinn
og erfitt er að gera upp fleiri bragga þá
Og erfitt er að gera upp fleiri bragga þá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“