Flest viljum við komast upp með að eyða sem minnstum tíma í eldhúsinu í kvöldmatargerð í lok dags og elda eitthvað sem hentar allri fjölskyldunni. Hér er á ferð æðislegt rækjupasta sem fer örugglega vel ofan í heimilisfólkið.
Hráefni:
500 g fettucine pasta
3 msk. smjör
500 g pillaðar risarækjur
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. hveiti
1 bolli rjómi
½ bolli nýmjólk
1 eggjarauða
1 bolli rifinn parmesan ostur
söxuð steinselja
Aðferð:
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en ekki hella pastavatninu strax í vaskinn. Bræðið 1 matskeið af smjöri á stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum saman við, kryddið með salti og pipar og eldið þar til rækjunar eru bleikar, í um 2 til 3 mínútur á hvorri hlið. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið til hliðar.
Setjið restina af smjörinu á pönnuna ásamt hvítlauknum. Steikið hvítlaukinn í um mínútu. Bætið hveitinu út í og þeytið saman í um 2 mínútur. Hellið rjóma og mjólk saman við og hrærið síðan eggjarauðunni út í. Látið þetta malla og bætið parmesan ostinum saman við. Þegar osturinn hefur bráðnað og sósan er búin að þykkna er pasta og rækjum bætt út í og kryddað með salti og pipar eftir smekk. Ef ykkur finnst sósan ekki nógu þykk er þjóðráð að bæta smá pastavatni út í hana. Skreytið með aðeins meiri parmesan og steinselju og berið fram.