fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Gunni Helga og töfrahurðarhljómsveitin spila Jazz fyrir börn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag býður Borgarbókasafnið upp á afar áhugaverðan viðburð í samstarfi við þá Gunnar Helgason og Leifur Gunnarson og félaga. Haldnir verða dularfullir og furðulegir jazztónleikar sem eru alveg sérstaklega sniðnir fyrir börn í þremur menningarhúsum í borginni; Gerðubergi, Spönginni og Grófinni.

Enginn veit nákvæmlega hvað mun gerast, en fólk er beðið að hafa varann á því uppákoman gæti innihaldið snefilmagn af ótömdum spuna.

Eitthvað alveg svakalega dulafullt gerðist um daginn! Það kom í ljós að í gegnum eina skrýtna hurð kemur af og til furðulegt fólk með enn furðulegri hljóðfæri?  Fá krakkarnir kannski að prófa hljóðfærin? Hefur píanóið skroppið saman?  Mun einhver bresta í söng? Þetta kemur allt í ljós þegar töfrahurðin opnast.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Flytjendur: Gunnar Helgason, Leifur Gunnarsson, Svanhildur Lóa Bre, Tómas Jónsson, Rósa Guðrún Sveinsdóttir.

Dagskráin fer fram í:
Gerðubergi kl. 11-11.40
Spönginni kl. 14-14.40
Grófinni kl. 16-16.40

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024