fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Margir minnast Ómars: „Toppeintak af manni, hlýr, góður og með yndislega nærveru“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Friðleifsson, rödd Sambíóanna og dreifingarstjóri hjá Samfilm lést á laugardag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hann var 48 ára. Margir vina og samstarfsfélaga Ómars minnast hans með hlýhug og fallegum orðum á Facebook, en Ómar var toppmaður með góða nærveru og hafsjór af fróðleik um kvikmyndir og tónlist.

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann á K100 vonast til að rödd Ómars muni hljóma sem lengst í Sambíóunum: „Góðvinur minn Ómar Friðleifsson er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbann. Ommi var svo mikið toppeintak af manni, hlýr, góður og með yndislega nærveru. Reglulega fékk maður tónlistarsnöpp frá Ommanum þar sem hann var að benda manni á geggjaðar útgáfur af þekktum lögum og þótti mér alltaf vænt um að heyra frá honum. Vonandi helst röddin þín sem lengst í Sambíóunum því hún hlýjar manni um hjartarætur og rifjar upp góðar minningar. Guð geymi þig vinur minn og votta ég öllum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Liverpool kveðjur. YNWA!!“

Geir Flóvent Jónsson plötusnúður minnist vinar síns með hlýhug: „Góður vinur minn og félagi Ómar Friðleifsson lést í gær eftir erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein. Hvíl í friði elsku vinur. Innilegar samúðarkveđjur til eftirlifandi eiginkonu  og sona þeirra. Megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.“

„Hvíl í friði elsku yndislegi Ommi minn,“ skrifar söngkonan Svala Björgvins.

Árni Samúelsson eigandi Sambíóanna birtir skemmtilega mynd frá opnun Bíóhallarinnar árið 1982, þar sem sjá má Ómar fremstan í hópi spenntra bíógesta.

„Opnun Bíóhallar Álfabakka 2. mars 1982. Hér fremst a myndinni er Ómar Friðleifsson þá 12 ára. Hann lést i gær eftir mikla baráttu við vágestinn krabbamein. Elsku Ommi minn. Guð blessi þig og ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur hjá Sammyndum og Sambióunum. Þú varst hafsjór af fróðleik um kvikmyndir og tónlist.. Þin verður sárt saknað á skrifstofunni. Kveðja frá okkur öllum.“

Konstantín Mikaelsson framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu segir að aldrei hafi slest upp á vinskap þeirra Ómars á 30 árum:

„Góður vinur minn hann Ómar er fallinn frá eftir erfiða baráttu við þennan ömurlega sjúkdóm sem krabbameinið er. Við Ómar höfðum þekkst og verið góðir vinir í um 30 ár og þá einna helst í gegnum okkar bransa. Þótt við höfum ansi oft ekki séð hlutina sömu augum, deilt og rifist um gæði bíómynda, markaðssetningar þeirra og aðsóknartölur, þá var það alltaf í gamni gert og aldrei slettist upp á „vínskápinn“. Kæri vinur, þín verður svo sannarlega sárt saknað. Svala og fjölskylda, ykkur votta ég mína innilega samúð við fráfall þessa klára og skemmtilega manns. Guð geymi þig elsku vinur.“

DV sendir ættingjum og vinum Ómars innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“