Danska tískutímaritið Euroman velur nú best klædda karlmann Danmerkur, en lesendur áttu kost á að senda inn sínar tillögur og dómnefnd valdi 10 best klæddu.
Íslendingar eiga fulltrúa á listanum og það er enginn annar en athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel, sem þekktastur er fyrir Laundromat café.
Netkosning stendur yfir þar til á morgun um hver þessara 10 smekklega klæddu karlmanna er sá best klæddi. Þeir þrír sem hljóta flest stig í netkosningunni verða í viðtali og myndaþætti sem birtast mun í blaðinu 15. nóvember.