Glazer fjölskyldan sem á Manchester United ætlar ekki að selja félagið eins og sögur hafa verið á kreiki um.
Sögur hafa verið á kreiki um að krónprins Sádí-Arabíu vilji kaupa félagið.
Mohamed bin Salman er mjög vel efnaður en talið er að Glazer fjölskyldan myndi skoða að selja United fyrir 4 milljarða punda.
Það ætti að vera lítið mál fyrir Mohamed bin Salman en eigur hans eru metnar á 850 milljarða punda.
Sagt er að Bin Salman vilji eignast fótboltafélag í fremstu röð og horfir hann helst til United.
Glazer er hins vegar ekki að fara að selja United í bráð en félagið er það verðmætasta í íþróttaheiminum.
SKY SOURCES: Manchester United not for sale following reports Crown Prince Mohammad Bin Salman of Saudi Arabia wanted to buy club. #SSN pic.twitter.com/SBXzFdVjfP
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 15, 2018