Finndu þitt rísandi merki
Þegar við hugsum um stíl og útlit horfum við til rísandi merkis. Rísandi merki er það merki sem hefur mest áhrif á hvernig þú sýnir þig heiminum, yfirborðið. Sólarmerkið ræðst af afmælisdegi þínum og segir til um grunneðli þitt og lífsorku. Til að finna þitt rísandi merki geturðu notast við fæðingarkort á síðu Gunnlaugs Guðmundssonar, stjörnuspekings. Taktu eftir að það er mjög mikilvægt að slá inn réttan fæðingartíma. Ég fæddist kl. 05.39 og er því rísandi bogmaður. Ef ég set inn 07.00 er ég rísandi steingeit. Tvö ákaflega ólík merki. Finndu þitt rísandi merki á síðu Gunnlaugs hér.
Annað merkið er Sporðdrekinn 23. október – 21. nóvember
Töfrandi útlit og stingandi augu eru einkennandi fyrir konur í rísandi sporðdreka. Jafnvel má tala um dúlúðlegt yfirbragð en kona í rísandi sporðdreka brosir aldrei nema hún meini það.
Það er eins og eitthvað virkilega dularfullt og ógnandi sé að gerast þar á tímum. Dita Von Teese er annað gott dæmi um konu í rísandi sporðdreka. Hún er svo fíngerð, fáguð og kvenleg en það er virkileg ákefð í andlitinu á sama tíma.
Við þekkjum rísandi sporðdreka fyrst og fremst á stingandi augnaráðinu og það á við um bæði konur og karla. Í andliti rísandi sporðdreka má ávallt greina mikinn ákafa það er að segja allir þættir andlitsins eru áberandi „sterkir.“ Augun, nefið, kjálkinn, varir. Við hin eigum það til að laðast að þessu andliti vegna þess að það er eitthvað undir niðri sem rísandi sporðdreki virðist fela og við viljum komast að því hvað það er!! Kannski er hann ekki að fela neitt en það virðist svo sannarlega vera svo.
Þar sem andlit rísandi sporðdreka er stór þáttur í því hvað fer honum best skulum við gera því góð skil. Haldið ykkur fast. Andlit rísandi sporðdreka er svo sterkt að það getur vel borið mismunandi tegundir förðunar sem og fatastíls.
OK. Ég segi það bara eins og er. Andlit kvenna í rísandi sporðdreka geta gjarnan og eiginlega alltaf verið fremur ógnandi. Ef við hugsum okkur Natalie Portman, sem er rísandi sporðdreki, þá sjáum við kvenlega, sæta, smágerða konu en þegar kemur að andlitinu; POW.
Það er eins og eitthvað virkilega dularfullt og ógnandi sé að gerast þar á tímum. Dita Von Teese er annað gott dæmi um konu í rísandi sporðdreka. Hún er svo fíngerð, fáguð og kvenleg en það er virkileg ákefð í andlitinu á sama tíma.
Þessi augu eru hreinlega gerð til þess að lokka með munúð og ákveðni. Það er yfirvofandi orka um að þessi settlega kona gæti mögulega snappað á hverri sekúndu þó hún geri það ekki endilega en það er þessi yfirvofandi ógn sem stingandi augun gefa frá sér. Það er eins og rísandi sporðdreki sé að bæla eitthvað niður og það sést í andlitinu.