fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix.

En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd.

Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti.

Before We Go

Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans.

Before We Go gerist öll á einni nóttu í New York og segir frá kynnum þeirra Nicks Vaughan og Brooke Dalton sem hittast á Grand Central-lestarstöðinni þegar Brooke missir af síðustu lestinni heim til Boston og stendur þar fyrir utan uppi peninga- og símalaus eftir að veski hennar er rænt. Nick sér að hún er í vandræðum og býðst til að aðstoða hana. Eitt leiðir síðan af öðru og um leið og áhorfendur kynnast þeim Nick og Brooke nánar kynnast þau hvort öðru og í ljós kemur að þau eiga mun meira sameiginlegt en þau gat grunað

Anna Karenina

Myndin er gefin út árið 2012 og var það Joe Wright sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Keira Knightley, Jude Law og Aaron Taylor-Johnson.

Anna Karenina, fjallar um rússneska hefðarkonu sem kastar öllu frá sér til að upplifa sanna ást með manninum sem hún elskar. Anna Karenina er vel stæð hefðarkona sem býr í Pétursborg ásamt eiginmanni sínum Alexei Karenin og syni þeirra. Þegar boð berast um að bróðir Önnu, sem býr í Moskvu, hafi haldið fram hjá konu sinni ákveður Anna að hafa tal af mágkonu sinni og fá hana til að fyrirgefa bróður sínum hliðarsporið svo ekki komi til niðurlægjandi skilnaðar. Önnu tekst þetta ætlunarverk sitt, en áður en hún heldur aftur til sinna heima hittir hún Vronsky greifa sem verður umsvifalaust ástfanginn af henni og um leið örlagavaldur hennar

Forrest Gump

Myndin er gefin út árið 1994 og var það Robert Zemeckis sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise.

Forrest Gump fjallar um mann með greindarvísitölu undir meðallagi sem á hetjulegan hátt ferðast um 40 ára sögu eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum og einhvern veginn tekst honum að vera þar sem sögulegir atburðir eiga sér stað.

Picture Perfect

Myndin er gefin út árið 1997 og var það Glenn Gordon Caron sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Jennifer Aniston, Jay Mohr og Kevin Bacon.

Kate er ung kona á uppleið hjá Mercer auglýsingafyrirtækinu, en það sem kemur í veg fyrir að hún geti klifrað upp metorðastigann, er að hún er ekki nógu ráðsett, þ.e. hún er enn einhleyp og er ekki tengd fyrirtækinu á neinn hátt. Hún skáldar upp sögu um að hún sé trúlofuð Nick, manni sem hún hitti í giftingu vina sinna. Allt gengur nú í haginn hjá Kate. Samstarfsmenn hennar eru nú farnir að veita henni athyglina sem hún þráði alltaf, en þá taka hlutirnir dramatíska beygju og hún neyðist til að kynna „kærastann“ fyrir yfirmanni sínum.

Twilight

Myndin er gefin út árið 2008 og var það Catherine Hardwicke sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Kirsten Stewart, Robert Pattison og Billy Burke.

Hin 17 ára Bella Swan flytur í smábæinn Forks í Washington til að búa með föður sínum. Bella laðast fljótt að bekkjarfélaga sínum, hinum forvitnilega Edward. Brátt kemur í ljós að Edward reynist vera 108 ára gömul vampíra sem lítur aðeins út fyrir að vera jafnaldri Bellu. Fyrr en varir verða þau ástfangin, en um leið og aðrar nálægar vampírur frétta af þessu sambandi þeirra verður allt brjálað og Edward – ásamt sinni eigin ætt af vampírum – ákveður að gera allt sem þarf til að tryggja öryggi Bellu.

Midnight i Paris

Myndin er gefin út árið 2011 og var það leikstjórinn Wooddy Allen sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Owen Wilson, Rachel McAdams, Kathy Bates og Marion Cotillard.

Gil og Inez fara í ferðalag til Parísar, ásamt foreldrum Inez sem eru að fara þangað í viðskiptaerindum. Gil er rithöfundur sem gengur ekki allt of vel, en verður ástfanginn af borginni og leggur til að þau Inez flytji þangað þegar þau eru búin að gifta sig. Inez er ekki eins hrifin af borginni, né heldur tekur hún undir þá skoðun Gil að þriðji áratugur síðustu aldar hafi verið gullöld. Þegar Inez fer út á lífið með vinum sínum, þá fer Gil í göngutúr og uppgötvar eitthvað sem gæti orðið hinn fullkomni innblástur fyrir skrifin hans. Miðnæturgöngutúrar Gil í París gætu tengt hann og borgina nánari böndum, en á sama tíma gætu göngutúrarnir gert það að verkum að hann fjarlægðist konuna sem hann ætlar að kvænast.

Safe Haven

Myndin er gefin út árið 2013 og Nicholas Sparks leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Julianne Hough, Josh Duhamel og Cobie Smulders.

Þegar dularfull ung kona að nafni Katie birtist í litlum bæ í Norður Karólínu, Southport, þá vakna ýmsar spurningar um fortíð hennar. Hún er falleg en lætur þó lítið á sér bera. Hún er ákveðin í að komast hjá því að mynda persónuleg tengsl þar til að ýmis atvik leiða til þess að hún binst tveimur manneskjum tilfinningaböndum. Önnur þessara manneskja er Alex, góðhjartaður ekkjumaður og búðareigandi með tvö ung börn, og hin manneskjan er hreinskilni nágranni hennar Jo. Þrátt fyrir að hún sé fremur var um sig, þá byrjar Katie smátt og smátt að hleypa fólki að sér og festa rætur í samfélaginu, og hún verður smátt og smátt meira tengd Alex og fjölskyldu hans. En þó að Katie sé að verða ástfangin, þá glímir hún við drungalegt leyndarmál sem eltir hana uppi og hræðir hana.

Emma

Myndin er gefin út árið 1996 og var það Douglas McGrath sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru meðal annars Gwyneth Paltrow, James Cosmo og Greta Scacchi.

Emma Woodhouse er viðkunnanleg ung kona sem hefur yndi af því að skipta sér að ástarsamböndum annars fólks. Hún reynir í sífellu að sameina menn og konur sem passa alls ekki saman. Þrátt fyrir áhuga sinn á rómantík, þá er Emma lítt upptekin af eigin tilfinningum, og sambandi sínu við Mr. Knightly.

Like Crazy

Myndin er gefin út árið 2011 og leikstýrt af Drake Doremus. Aðalleikarar eru Jennifer Lawrence, Felicity Jones og Anton Yelchin.

Bresk stúlka og bandarískur strákur fella hugi saman í háskóla í Los Angeles en lenda síðan í aðstæðum sem reyna verulega á samband þeirra. Segja má að það verði ást við fyrstu sýn þegar þau Anna og Jacob hittast í fyrsta skipti. Anna gerir hins vegar mikil mistök í lok skólaársins sem stefnir sambandi þeirra í mikla hættu .

Beauty and the Beast

Myndin er gefin út árið 2017 og var það leikstjórinn Bill Condon sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Emma Watson, Dan Stevens, Luke Evans ásamt fleirum.

Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann?

Before Midnight

Myndin er gefin út árið 2013 og var það Richart Linklater sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru meðal annars Ethan Hawke, Julie Delpy og Seamus Davey- Fitzpatrick.

Sagan gerist í Grikklandi og segir frá þeim Jesse og Celine sem hafa núna verið á föstu í tæpan áratug en standa á átakanlegum tímamótum. Saman renna þau yfir fortíðina, nútíðina og huga að því sem koma skal á meðan stóru spurningarnar brenna á vörum þeirra. Eru bestu dagar þeirra að baki? Er eðlilegt að þrasa svona mikið? Fylgja einhver eftirsjá? Sigrar rómantíkin á endanum eða er aðskilnaður málið? Umræður um hamingju, ástir, örlög og samskipti kynjanna einkenna handritið í lágstemmdri, samtalsdrifinni kvikmynd sem hefur hlotið sérstakt hylli fyrir trúverðuga og manneskjulega nálgun á fullorðinslegu efni ásamt miklum sjarma. Midnight er sjálfstætt framhald myndanna Before Sunrise og Before Sunset, frá 1995 og 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.