Avram Glazer einn af eigendum Manchester United er samkvæmt fréttum á leið til Sádí-Arabíu í næstu viku.
Sögur eru á kreiki um að krónprins Sádí-Arabíu vilji kaupa félagið.
Mohamed bin Salman er mjög vel efnaður en talið er að Glazer fjölskyldan myndi skoða að selja United fyrir 4 milljarða punda.
Það ætti að vera lítið mál fyrir Mohamed bin Salman en eigur hans eru metnar á 850 milljarða punda.
Sagt er að Bin Salman vilji eignast fótboltafélag í fremstu röð og horfir hann helst til United.
Ástæðan er sú að hann vill keppa við eigendur Manchester City frá Abu Dhabi.
Ljóst er að Mohamed bin Salman gæti styrkt stöðu United utan vallar en félagið er verðmæasta íþróttafélag í heimi.