fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyða Valtýsdóttir hefur nú gefið nýja plötu, Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inniheldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar – Epicycle – innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búning. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins fyrir Epicycle. 

Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilraunakenda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Ismaily, Aaron Roche og Julian Sartorius.

Platan er fáanleg sem vinyll og niðurhal á vefverslun Gyðu og í helstu plötuverslunum.

Útgáfutónleikar í Iðnó

Þann 25. október blæs Gyða til útgáfutónleika í Iðnó í samstarfi við Mengi.

Tónleikarnir byrja kl. 21 og eru það Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Júlía Mogensen og Shahzad Ismaily sem spila með Gyðu.

Facebookviðburður.

Gyða mun spila á Iceland Airwaves, fimmtudagskvöldið 8. nóvember.

Facebooksíða Gyðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram