Við getum deilt lífinu saman og notið þess að lifa án þess að vera í stanslausum átökum.
Í heimspekikaffi í kvöld kl. 20 í Gerðubergi varpa Gunnar Hersveinn, heimspekingur, og Guðrún Snorradóttir, stjórnendaráðgjafi og formaður félags um jákvæða sálfræði, ljósi á traust í mannlegum samskiptum og virðingu. Heimspekikaffið hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um leitina að eftirsóknarverðu líferni. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið góðan hugarforða eftir kvöldin til að ræða frekar.