fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Leikárið fer af stað með látum – „Allt er þegar áttatíuogtvennt er“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikár Þjóðleikhússins hefur farið af stað með látum og sýningum hússins verið afar vel tekið. Sú ótrúlega staða er komin upp að í október eru sýndar hvorki meira né minna en 82 leiksýningar á aðeins 24 sýningardögum.

 

„Þetta eru rétt tæplega þrjár og hálf sýning á hvern sýningardag,“ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. „Það man enginn hér eftir öðru eins og við finnum engar sambærilegar tölur frá fyrri tíð í okkar gögnum svo við leyfum okkur að telja að þetta sé mesti fjöldi sýninga sem sýndur hefur verið á jafn skömmum tíma hér í Þjóðleikhúsinu. Það er svo meira og minna uppselt á allar þessar sýningar svo það er sérstaklega ánægjulegt.“

 

„Við erum að sýna þétt á öllum okkar sviðum auk þess sem við bjóðum elstu bekkjum leikskólanna upp á sýningar af Sögustund í þessari viku. Það er uppselt á Ronju ræningjadóttur út árið. Ég heiti Guðrún sem er aðeins sýnd í október er nær uppseld. Slá í gegn er að klárast, Fly me to the moon, Einar Áskell og svo  sýningarnar í Þjóðleikhúskjallaranum. Eins og máltækið segir: Allt er þegar áttatíuogtvennt er.“

 

Þess má geta að miðasala á sýningar ársins 2019 á Ronju ræningjadóttur hefst á morgun föstudag og því ekkert útlit fyrir að álagið minnki á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“