fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Andrea greindist með mikinn kvíða eftir fæðingu: „Ég gat ekki sofið á næturnar vegna hræðslu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Ísleifsdóttir greindist með mikinn kvíða eftir að hún átti strákinn sinn. Þegar hún hugsar til baka áttar hún sig á því að hún hefur í raun alltaf fundið fyrir kvíða, alveg síðan hún man eftir sér. Andrea getur ekki tilgreint eitthvað sérstakt atvik sem ýtir undir kvíðan hennar heldur telur hún að hún hafi einfaldlega alltaf fundið fyrir meiri kvíða heldur en venjulegur einstaklingur.

Ég hef til dæmis alltaf verið sú sem mátti varla gera grín að, auðvitað eru einstaklingar mis viðkvæmir og ég hef alltaf verið mjög viðkvæm. En þegar kvíðin spilar inn í þá getur getur það haft mjög erfiðar og miklar afleiðingar á einstaklinginn,

segir Andrea í einlægri færslu sinni á Glam.

Gat ekki einbeitt sér í skóla vegna kvíða

Ég man alltaf eftir því að ég náði ekki að einbeita mér í tímum vegna kvíðans og spurningar eins og „hvað ef þetta fer svona? Hvað ef þau segja þetta? Hvað ef hún verður reið út í mig og hvað ef ég fell í þessum tíma?“ voru algengar í huga mér. Auðvitað hugsa allir svoleiðis á einhverjum tímapunkti en ég hugsaði svona allan daginn.

Andrea segir að fólk sem er með kvíða leggi það oft í vana sinn að ofhugsa hlutina og mikla þá mikið fyrir sér.

Síðan kemur að því sem maður kvíðir fyrir og þá var það ekkert mál eftir á. Samt gerir maður þetta alltaf aftur og aftur.

Andrea segir að kvíðin hennar hafi komið í veg fyrir að hún hafi viljað taka þátt í verkefnum í grunnskóla þar sem hún þurfti að vera í sviðsljósinu.

Ég var alltaf einhvers staðar í bakgrunni ef ég komst ekki hjá því að þurfa að taka þátt.

Þegar Andrea var barn og unglingur og átti í erjum við vinkonur sínar gat hún ekki einbeitt sér að neinu öðru og var hún föst í þeirri hugsun allan daginn.

Ég var til dæmis ein af þeim sem fór að gráta ef ég þurfti að tala við kennara eða yfirmann um eitthvað persónulegt. Ég meira að segja fór að gráta í atvinnuviðtali einu sinni því ég var bara svo kvíðin og stressuð.

Sleppti því að mæta ef hún var sein

Andrea segir að ef hún lenti í því að vera orðin nokkrum mínútum of sein í tíma þá sleppti hún því frekar að mæta því hún vildi ekki að athyglin myndi beinast að henni þegar hún gengi inn.

Ég höndlaði ekki athyglina og möguleikann á því að kennarinn myndi skamma mig.

Andrea segist ekki enn þurfa að taka lyf við kvíðanum og telur hún líklegt að það sé vegna þess að hún sé orðin vön því að hafa hann og telur hann því ekki hafa mikil áhrif á sitt daglega líf.

Þegar Andrea varð ólétt af syni sínum fann hún ekki mikinn kvíða gagnvart fæðingunni sjálfri en segir hún að ekkert hefði geta undirbúið hana fyrir kvíðanum sem fylgdi eftir að barnið kom í heiminn.

Ég pældi ekkert í andlegu hliðinni minni. Ég var óörugg eins og hver einasta móðir er í fyrsta skiptið með fyrsta barn en það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var rosalegt. Ég var farin að panikka yfir því hvort hann myndi hata mig þegar hann yrði eldri, eða hvort hann myndi verða vondur við stelpur í framtíðinni og hvort hann myndi mögulega hætta að tala við mig á einhverjum tímapunkti. Ég gat ekki sofið á næturnar vegna hræðslu um að kremja hann, kæfa hann eða meiða hann og ég er þannig enn. Vegna þessara hugsana gat ég ekki sofið og oft var það þannig að ég vakti og hugsaði þangað til morgunbirtan kíkti inn um gluggann hjá mér.

Kvíðin því að vera ömurleg mamma

Hugsanir Andreu tóku virkilega mikið á hana og var henni farið að líða virkilega illa.

Ég veit ekki hversu oft ég grét yfir einföldustu hlutum bara því ég var svo kvíðin yfir því að vera ömurleg mamma, að hann myndi meiða sig, að ég yrði veik eða ef Grétar fengi nóg af mér. Ég get haldið endalaust áfram.

Þegar Andrea fór með son sinn í tveggja mánaða skoðun bað hjúkrunarfræðingur hana um að taka sálfræðipróf sem getur greint til um fæðingarþunglyndi eða kvíða eftir fæðingu.

Ég tók prófið og reyndi að hljóma eins venjuleg og ég gat til þess að láta eins og allt væri í lagi og ekkert að mér þar sem ég var svo hrædd og kvíðin. Hjúkrunarfræðingurinn skoðar svo prófið og segir mér að ég sé með svolítið mikinn kvíða sem ég játa. Þá biður hún mig um að taka prófið aftur og svara því hreinskilnislega. Þá kom í ljós að ég sé með mjög mikinn kvíða og vill hún að ég tali við sálfræðing og taki lyf. En ég neita því og segi henni að ég geti ráðið fram úr þessu sjálf.

Efaðist um allt

Hjúkrunarfræðingurinn gaf Andreu því ráð til þess að vinna gegn kvíðanum og sagði henni að fara eftir þeim í einn mánuð og þá myndu þær taka stöðuna aftur.

Ég fór mjög vel eftir þessum ráðum og fór að hugsa meira um mig. Tveimur mánuðum seinna var ég komin á betri stað varðandi kvíðann.

Andrea telur að þeir hlutir sem hafi gagnast henni hvað mest voru að fara í göngutúra, fara ein út í búð, keyra um og njóta umhverfisins, fá gesti í heimsókn og fara sjálf í heimsóknir. Það sem hún telur að hafi verið hvað mikilvægast var að hún gleymdi ekki sjálfri sér.

Barnið er það mikilvægasta í heiminum í þínum huga og því gleymir maður sjálfum sér rosalega mikið. Ég fór að setja á mig brúnkukrem, naglalakk, maska og fór í róandi bað.

Andrea segir að hún hafi verið byrjuð að efast um allt vegna kvíðans og leið eins og allt í kringum hana hafi verið ömurlegt.

Ég var alltaf að afsaka barnið ef það fór að gráta, lét alltaf allt líta út fyrir að ég kynni alveg á móðurhlutverkið. Eins og ég væri bara fædd í það. Ég hætti aldrei. Það er oft sagt að ef þér líður illa að þá líði barninu illa og það er eitthvað sem ég trúi þar sem börnin skynja allt. Það er ekki tabú að biðja um hjálp og maður á að gera það. Það eru allir að glíma við eitthvað í lífinu og við verðum að bera virðingu fyrir því en ekki bera lítið úr þeirra baráttu.

Hægt er að fylgjast með Andreu á Snapchat og Instagram: andreaisleifsd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi

Einstök vinátta ferfætlinganna Gríms og Tomma gleður „grindvíska flóttamenn“ sem óðum koma sér fyrir í Kópavogi