fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Samstarf til eflingar glæpasögunnar á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland Noir, alþjóðlega  glæpasagnahátíðin og Storytel raf- og hljóðbókaveitan hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja hátíða. Þar með er Storytel orðið verndari og aðalstyrktaraðili Iceland Noir.

Markmið samstarfsins er að efla framgang glæpasögunnar á Íslandi og er það mat samstarfsaðilanna að ávinningurinn sé gagnkvæmur. Storytel mun styrkja hátíðina og leggja þar með öruggan grundvöll undir framkvæmd hennar og Iceland Noir mun leggja sig fram um að kynna notendum Storytel glæpasögur og þá bókmenntamenningu sem þeim fylgja.

Iceland Noir glæpasagnahátíðin er haldin annað hvert ár og sækja hana heim yfir sextíu erlendir höfundar, margir hverjir skærustu stjörnur glæpasagnaheimsins eins og sjá má á vefsíðunni. Hátíðin í ár mun verða haldin í Iðnó dagana 16. og 17. nóvember og stefnir allt í að hún verði sú glæsilegasta til þessa.

Storytel er fyrirtæki sem byggir á frumkvöðlastarfsemi og einbeitir sér að því að verða fyrsta og ákjósanlegasta val hljóðbókaunnenda. Storytel leggur áherslu á að leiða markaðinn þegar kemur að streymi hljóðbóka og leggur metnað í að skila bestu mögulegu lestrarupplifun sem völ er á.

Aðstandendur Iceland Noir eru glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Quentin Bates, Lilja Sigurðardóttir og Óskar Guðmundsson. Skrifuðu þau undir samstarfssamninginn við Stefán Hjörleifsson og Pál Orra Pétursson í höfuðstöðvum Storytel í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað