Albertsson ehf. er hreingerningarþjónusta sem sinnir almennum þrifum fyrir húsfélög, heimili og fyrirtæki auk flutningsþrifa. Að sögn starfsmanns fyrirtækisins, Ölmu Haraldsdóttur, dreifast verkefni nokkuð jafnt á milli þessara sviða en í heildina er mjög mikið að gera og verkefnum fer sífellt fjölgandi.
Albertsson ehf. hefur viðamikla reynslu af ræstingum og almennum þrifum og er með mörg fyrirtæki í föstum viðskiptum. Athygli vekur að á heimasíðunni albertsson.is er hægt að panta tilboð í öll verkefni sér að kostnaðarlausu. Meðal annars er hægt að panta heimilisþrif í áskrift og að sögn Ölmu færist slíkt í vöxt hjá önnum köfnu fólki. Flutningsþrif fara líka sífellt vaxandi og margir sem eru að skipta um heimili kjósa að losna við þá vinnu enda er hún mikil: „Þetta eru líklega mest krefjandi verkefnin, það þarf að taka alla veggi, dyrakarma, glugga að innan og alla innbyggða skápa og skúffur,“ segir Alma.
Starfsmenn hjá Albertsson eru mismargir eftir árstíma. „Þetta er í grunninn fjölskyldufyrirtæki og margir úr fjölskyldunni eru starfsmenn. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leggjum þunga áherslu á að allir viðskiptavinir séu ánægðir. Það er hins vegar ekkert launungarmál að við þurfum að fjölga starfsfólki á næstunni og erum að leita að góðu starfsfólki.“
Albertsson kappkostar að fylgja öllum verkefnum eftir til að viðhalda persónulegri þjónustu við sína viðskiptavini svo gæðin séu í hámarki.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækjakosti og er allur vélbúnaður nýr, til dæmis skúringarvélar og svokallaðar gufuvélar sem ná vel óhreinindum af gólfflísum.
Albertsson er til húsa á Seltjarnarnesi og af því leiðir að mörg verkefni eru á Nesinu og í Vesturbænum. Hins vegar nær starfssvæðið alveg yfir höfuðborgarsvæðið og raunar víðar því Alma fer stundum upp í sveit og þrífur sumarbústaði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni albertsson.is. Símanúmer er 867-0754.