Fyrrverandi klámstjarnan og frumkvöðullinn Jenna Jameson eignaðist sitt þriðja barn, dótturina Batel Lu, í apríl á síðasta ári. Hún ákvað fljótlega eftir barnsburð að breyta um mataræði og hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu, sem hún fylgir.
Jenna hefur misst tæplega þrjátíu kíló á ketó mataræðinu síðan Batel fæddist og veitir nú öðrum konum innblástur á Instagram. Uppá síðkastið hefur hún verið dugleg að birta fyrir og eftir myndir af sér hlið við hlið, þar sem sést hve mikið líkami hennar hefur breyst síðan hún eignaðist litlu hnátuna.
„Við glímum öll við erfiðleika. En við getum tekið stjórnina aftur. Frá þjóðfélaginu sem lætur okkur halda að við þurfum að drífa í að verða aftur eins,“ skrifar Jenna við eina myndina á Instagram. „Já, ég léttist, já, ég er stolt. En ég er miklu stoltari af þeirri móður sem ég er.“
Fyrst um sinn ætlaði hún ekki að birta myndir af sér þegar hún var nýbúin að eiga en skipti svo um skoðun.
„Það var rangt hugsað hjá mér. Mig langar að aðrar mömmur viti að við erum allar eins,“ skrifar Jenna.