Enn hefur ekki verið tilkynnt um arftaka Björgólfs Jóhannssonar í forstjórastóli Icelandair. Í viðskiptalífinu er fátt meira rætt en hver muni axla þá ábyrgð. Tvö nöfn hafa heyrst æ oftar undanfarið.
Það eru nöfn Tómasar Más Sigurðssonar, sem gegnir nú starfi framkvæmdastjóra álframleiðslusviðs Alcoa Corporation, og Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunnar. Sá síðarnefndi hefur staðið sig vel hjá ríkisfyrirtækinu en þar áður var hann forstjóri Marel um 10 ára skeið og forstjóri Sjóvár um hríð.